Í Fiskeldisfréttum hefur alltaf verið fjöldi mynda af fiskeldi en að þessu sinni eru fyrst og fremst myndir af hrafni. Margir þekkja glysgirni hans, svo  ekki sé talað um stríðnina og hversu þjófóttur hann er. Hrafninn er mikil persóna og býr yfir mannlegri hegðun. Sumir frumkvöðlar í íslensku fiskeldi geta eflaust speglað sig í hegðun hrafnsins.  Í gamalli þjóðtrú segir að Guð launi fyrir hrafninn, geri þeim gott sem gauka einhverju að honum. Þrátt fyrir að vinnubrögð frumkvöðla standist ekki skoðun má ekki geyma því að framganga þeirra hefur ýmislegt jákvætt leitt af sér – Að vísu er greinin mjög umdeild og ekki allir sammála að uppbygging laxeldis í sjókvíum sé jákvæð.   

Efnisyfirlit

  • Inngangur
  • Samfélagsverkefni gegn spillingu – Ársskýrsla 2022
  • Hagsmunagæsla, stefnumótun og stjórnsýsluúttekt fyrir fiskeld
  • Lög um fiskeldi og samfélags verkefni gegn spillingu
  • Lög um fiskeldi og heilbrigðis- og skipulagsmál
  • Eldisleyfin: Eign eða leiga?
  • Laxeldisleyfin og fjárfestingar Íslendinga