Fiskveiðar
Hafrannsóknastofnun er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir lögum samkvæmt mikilvægu ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins. Stofnunin hefur þríþætt hlutverk:
- að stunda rannsóknir á hafinu og lífríki þess,
- að veita ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins,
- að miðla upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og almennings
Fiskistofa annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og stuðlar þannig að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Fiskistofa annast stjórnsýslu og eftirlit ásamt því að safna og miðla upplýsingum um sjávarútveg, lax- og silungsveiðar og hvalveiðar.
- Upplýsingum um afla, kvóta, útgerðir og skip á gagnvirkum síðum.
- Upplýsingum um reglur um veiðar, vigtun afla og veiðigjöld.
SeaIceland er upplýsingavefur um lífríki sjávar.
Hagstofa Íslands birtir mánaðarlega tölfræði um magn, verðmæti og ráðstöfun afla byggt á gögnum frá Fiskistofu.
200 mílur er vefur um málefni tengd sjávarútvegi. Tölulegar upplýsingar um landanir, aflamark, aflamarksviðskipti, hafnir, útgerðir og skip eru frá Fiskistofu. Gögn um afurðaverð koma frá Reiknistofu fiskmarkaða.
Upplýsngar um veður og sjólag hjá Samgöngustofu (Vegagerðinni).
Yfirlit yfir staðsetningu fiskiskipa á MarineTraffic