Ritstjórinn


Valdimar Ingi Gunnarsson er sjávarútvegsfræðingur (M.Sc.Fisheries) að mennt og frá útskrift frá Háskólanum í Tromsø eru helstu verkefni eftirfarandi:

  • Umhverfismat og ýmis önnur verkefni innan fiskvinnslu og fiskeldis fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvöru og Háafell  (2011- ).
  • Framkvæmdastjóri Sjávarútvegsráðstefnunnar  (2010 – ).
  • Framkvæmdastjóri Strandbúnaðar (2016 – 2020).
  • Umsjón með Rannsóknasjóði síldarútvegsins (2013 – )
  • Þorskeldiskvótaverkefnið (2002-2014) fyrir Hafrannsóknastofnun.
  • Kræklingaverkefnið (2000-2005) fyrir Veiðimálastofnun.
  • Lög, reglugerðir fyrir fiskeldi ásamt skýrslugerð fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið  (2004-2015).
  • Verkefni er tengjst slysasleppingum og forvörnum fyrir Veiðimálastjóra (nú Fiskistofa).
  • Verkefnisstjórnun og yfirlestur fiskeldisumsókna fyrir AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi (2003-2015).
  • Verkefnisstjórnun á verkefninu Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í landeldisstöðvum (2011-2013).
  • Stefnumótunarverkefni, fundir og ráðstefnur fyrir Landssamband fiskeldisstöðva.
  • Stundakennari við Háskólann á Akureyri og kenndi fiskeldisgreinar og var leiðbeinandi í lokaverkefnum (2001-2003).
  • Stofnar Sjávarútvegsþjónustuna 1999 og hefur mest síðan unnið sem verktaki við verkefnisstjórnun í fjölda verkefna.
  • Umsjón með kennslu í fiskvinnslufræðum við Fiskvinnsluskólann og námsgagnagerð (1996-1998).
  • Starfaði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna við gæða- og hreinlætismál, m.a. við að koma upp HACCP-eftirlitskerfi í fiskvinnslustöðvum og við námskeiðahald og námsgagnagerð (1992-1996).
  • Umsjón með fiskeldisbraut Bændaskólans á Hólum, ásamt námskeiðahaldi fyrir starfsmenn fiskeldisstöðva og námsgagnagerð (1989-1991).
  • Starfaði sem sérfræðingur í fiskeldi hjá Veiðimálastofnun. Ráðgjöf og upplýsingaöflun fyrir hið opinbera og atvinnugreinin (1987-1988).
  • Starfaði við strandeldisstöð Íslandslax hf. (1986).
  • Helstu ritverk Valdimars Inga Gunnarssonar