Veftímarit


Fiskeldisfréttir koma út á tveggja mánaða fresti og eru gefnar út á vegum Sjávarútvegsþjónustunnar. Í Fiskeldisfréttum eru upplýsingar og fréttir af íslensku lagareldi, þ.e.a.s. fiskeldi, fiskrækt, hafbeit, skeldýrarækt og þörungarækt.


Sjávarafla er veftímarit sem kemur út á um mánaðar fresti. Fjallað er um ýmis málefni er tengjast sjávarútvegi.


Sóknarfæri kemur út nokkru sinnum á ári og fjallar um sjávarútvegsmál.


Brimfaxi er tímarit sem fjallar um sjávarútvegsmál og er gefið út af Landssambandi smábátaeigenda.


Bændablaðið er tímarit fyrir landbúnað en þar er stundum að finna áhugavert efni um lagareldi.