Strandmenning
Sjóminjar Íslands
Vefsíðan Sjóminjar Íslands er hugsuð sem sameiginleg og skipulögð kynning á því sem kalla má sjóminjar og sjóminjavörslu á Íslandi. Á vefsíðunni er að finna yfirlit yfir sjómynjasöfn, sýningar og setur, vita og fornarstrandmynjar.
Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð standa sameiginlega að framkvæmd Hátíðar hafsins í Reykjavíkurhöfn og eru meginstoðir hátíðarinnar. Árið 2017 voru 100 ár liðin frá því að fyrsta áfanga hafnargerðar í Gömlu höfninni í Reykjavík lauk og 80 ár liðin frá því að Sjómannadagsráð var stofnað.
Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins haldin um Sjómannadagshelgina, til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans.
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti.