Fiskvinnsla


Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla.


Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla.


Íslenski sjávarklasinn hefur um árabil unnið að rannsóknum á hráefnanýtingu í fiskveiðum og fiskvinnslu á Norður-Atlantshafi. Markmið rannsóknanna er að stuðla að bættri nýtingu hráefnis og aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi.


Fiskbókin er fróðleikur um helstu nytjafiska, upplýsingar um veiði þeirra, s.s. veiðisvæði, á hvaða árstíma þeir veiðast og helstu veiðarfæri. Með þessari rafrænu útgáfu Fiskbókarinnar er mögulegt að koma á framfæri margvíslegum upplýsingum um fisk og fiskafurðir, fræðslu og rannsóknum sem þeim tengjast með mun skilvirkari og fjölbreyttari hætti en hægt er í prentaðri bók.
Góð og stöðug kæling skiptir sköpum varðandi gæði, geymsluþol og virði fiskafurða. Kæligátt er upplýsingaveita með hagnýtum leiðbeiningum og umfjöllun um kælingu og meðhöndlun á fiski á öllum stigum virðiskeðjunnar frá miðum á markað.

ÍSGEM (Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla)

ÍSGEM gagnagrunnurinn geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla sem eru á íslenskum markaði. Hluti gagna í gagnagrunninum er birtur hér á vefsíðu Matís. Áður hafa verðið gefnar út næringarefnatöflur sem prentaðar handbækur og sem pdf skjöl á vefsíðu Matís.

Gagnagrunnurinn um aðskotaefni í íslensku sjávarfangi. Árið 2003 hófst vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangur með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna.