Sjávarútvegsráðstefnan 2022
Sjávarútvegsráðstefnan 2022 verður haldin í Hörpu 10.-11. nóvember. Munið að taka frá tíma vegna Sjávarútvegsráðstefnunnar í nóvember.
Hér er um að ræða þriðju tilrauna til að halda Sjávarútvegsráðsefnuna en hún féll niður á árunum 2020 og 2021 vegna Covid. Sjávarútvegsráðstefnunni 2021 var frestað með nokkurra daga fyrirvara og byggir dagskrá ráðstefnunnar 2022 að stórum hluta á þeirri dagskrá.
Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar
Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2022 verða 16 málstofur og um 70 erindi:
- Íslenskur sjávarútvegur
- Samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðanda
- Sjálfbærni
- Hver er munurinn á íslenskum og norskum makríl
- Loðnan er brellin
- Staðan, nýjungar og framtíðarhorfur í fiskvinnslu
- Kynningar þjónustuaðila sjávarútvegs (kostaðar kynningar)
- Þorskur og þjóðarbúið
- Líftækni og nýsköpun
- Vísindaleg samvinna sjávarútvegsins, sjómanna og Hafrannsóknastofnunar
- Hvað skiptir máli í sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum?
- Nýsköpun og fjárfestingar
- Öryggismál sjómanna og fiskvinnslufólks
- Menntun í sjávarútvegi
- Munu loftlagsbreytingar umbylta sjávarútvegi?
- Nýting dýrasvifs og miðsjávartegunda