Samfélagsverkefni gegn spillingu
Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna við samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem hefur átt sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Málið snýst um meira en 100 milljarða króna fjárhagslegan ávinning. Ítrekað hefur verið farið fram á opinbera rannsókn en því hefur verið svarað með þöggun.
Vinnan framundan
- Gagnrýnin: Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. Það sem átti að vera stefnumótun stjórnvalda varð að stefnumótun sérhagsmuna laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila. Af fræðimönnum er þessi aðferðafræði nefnd að ,,fanga ríkisvaldið” (e. state capture).
- Tilgangur vinnunnar: Á þessu ári mun mín vinna einkum snúast um að rannsaka, upplýsa og veita aðhald:
- Rannsaka: Mikið af upplýsingum hefur verið aflað um ófagleg og óheiðaleg vinnubrögð, allt frá því starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun um fiskeldi var stofnaður árið 2016. Kallað verður eftir fleiri gögnum og vísað til upplýsingalaga og jafnframt verður rætt við fjölda manns sem geta veitt upplýsingar.
- Upplýsa: Undirritaður hefur skrifað töluvert um málið og nú verður tekin saman rafræn bók sem gefur heilstætt yfirlit. Bók sem verður lifandi skjal þar sem einstakir kaflar verða uppfærðir eftir því sem viðbótarupplýsingar koma inn og bætt við nýjum kafla fyrir hvert ár (sjá fylgiskjal 1). Þannig verður rannsóknin og bókin sennilega án fordæma. Bókin verður með rafræna tengingu inn á fjölda heimilda, upplýsingabanki fyrir þá sem vilja vinna áfram með einstaka þætti málsins.
- Veita aðhald: Undirritaður byrjaði ekki að gagnrýna vinnubrögðin og spillinguna fyrr en fyrrihluta ársins 2019 og eftir það hafa einstök mál verið gagnrýnd löngu eftir að atburður hafði átt sér stað. Nú verður sú breyting gerð að gagnrýnt verður fljótlega eftir að ákvörðun hefur verið tekin eða atburður átt sér stað og ekki minnst benda á og tengja við fyrri ákvarðanir, hverjir voru þátttakendur, fjárhagslegan ávinning einstakra aðila o.s.frv. Það verður gert m.a. með að skrifa greinar í fjölmiðla.
- Menn nafngreindir: Frá því að undirritaður byrjaði að gagnrýna spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi í byrjun ársins 2019 hafa menn ekki verið nefndir á nafn. Nú verður breyting á, en því er ekki að neita að mér finnst það bæði óþægnilegt og óheppilegt en hjá því verður ekki komast því miður. Málið er því komið á allt annað stig og gera má ráð fyrir að þeir sem eru gagnrýndir reyni að stoppa af mína framgöngu með ýmsum ráðum.
- Birtingar: Mikil vinna er framundan og gert er ráð fyrir að fyrsti kaflinn bókarinnar birtist í vor eða í sumar og í framhaldinu verður styttra á milli birtinga. Einstaka greinagerðir um afmörkuð efni sem samantekt verður gerð úr og stuðst verður við í bókinni kunna þó að birtast fyrr. Hér er um að ræða ítarlegar greinagerðir s.s. yfir einstök laxeldisfyrirtæki þar sem m.a. verður gerð góð skil á leiðinni til fjárhagslegs ávinnings.
Mín staða
Mér hreinlega ofbíður þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð á síðustu árum. Það voru tveir slæmir valkostir í stöðinni hjá mér, gera ekki neitt í málinu eða taka slaginn:
- Mín ákvörðun: Beiðni um opinbera rannsókn hafði engu skilað. Mér hefur verið sýnd almennt ókurteisi, beiðnum ekki verið svarað, reynt að þagga málið niður og lítið gert úr mínum störfum. Það lá því beint við að taka slaginn og svara fyrir sig.
- Siðferðisleg skilda: Undirrituðum finnst honum bera siðferðislega skildu til að stíga fram og gera athugasemdir við ófaglega og óheiðalega vinnubrögðin sem hafa verið viðhöfð þar sem íslenskir leppar erlendra fjárfesta hafa verið fremstir í flokki. Það er mikilvægt að leggja sitt að mörkum við að uppræta spillingu.
- Enginn ávinningur: Á það skal bent að undirritaður hefur engan fjárhagslegan ávinning að vinna þetta verkefni, það veldur mér eingöngu fjárhagslegu tjóni og óvild margra.
- Rétti aðilinn: Skynsamlegt er að undirritaður vinni þetta verkefni þar sem hann situr á yfirburðarþekkingu í þessu máli, safnað mikið af gögnum og mestar líkur á að rannsóknin verði nægjanlega vel gerð.
- Kostnaður:Að sjálfsögðu tekur þetta verkefni mikið á minn rekstur þar sem um er að ræða samfélagsverkefni gegn spillingu. Til að draga úr kostnaði verður hætt öllum auglýsingum í blöðum og á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á málinu a.m.k. í bili.
- Út vegna spillingar: Á síðasta ári ákvað undirritaður að draga sig út úr öllum fiskeldistengdum verkefnum m.a. vegna þeirra spillingar sem hefur viðgengst af leiðandi aðilum innan greinarinnar.
- Verður vinnu að fá:Það er skiljanlegt að margir spyrji sig er þessum manni treystandi? Vonandi verður skilningur innan sjávarútvegs að þetta sé einstakt mál og lýsi almennt ekki mínum vinnubrögðum. Það vill svo heppilega til að undirritaður er sjávarútvegsfræðingur með víðtæka þekkingu og reynslu og þegar ákveðnar dyr lokast eru margar aðrar til að opna betur.
Um
Undirritaður hefur unnið við fiskeldi í um 30 ár og komið að fjölmörg verkefnum fyrir stjórnvöld er tengjast fiskeldi, s.s. komið að skrifum á lögum og reglugerðum. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem hefur átt sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi. Í byrjun þessa árs hófst vinna við samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi og þið munu reglulega vera upplýst um framganganginn.
Yfirlit um málið er að finna á slóðinni: https://lagareldi.is/fljotandi-ad-feigdarosi/
Best er að finna allar greinar er tengjast málinu á slóðinni: https://sjavarutvegur.is/?page_id=1017