Rannsóknasjóður síldarútvegsins auglýsir
Rannsóknasjóður síldarútvegsins styrkir fræðslu- og kynningarefni í sjávarútvegstengdu námi við grunn- og framhaldsskóla. Gerð er krafa um að fræðslu- og kynningarefni styrkt af sjóðnum verði öllum aðgengilegt á netinu án gjalds.
Rannsóknasjóður síldarútvegsins auglýsir eftir umsóknum og umsóknafrestur er 4. apríl. Vakin er athygli á því að þetta kanna að vera síðasta úthlutun úr sjóðnum ef margar góðar umsóknir berast.
Hægt er að sækja upplýsingar á vef sjóðsins hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.