Flokkast íslenska leiðin undir spillingu?

Það virðist hafa átt sér stað spilling við undirbúning og gerð breytinga á lögum um fiskeldi sem samþykkt voru á árinu 2019. Mörgum finnst eflaust að svo sé ekki, þetta er bara íslenska leiðin. Draga má það stórlega í efa að íslenska leiðin geti viðgengist í þróuðum lýðræðis ríkjum sem við viljum oft bera okkur saman við.

Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi til að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning. Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.


Það hefur ýmislegt verið reynt til að vekja athygli á þessu máli og er ferlið rakið á slóðinni: https://lagareldi.is/fljotandi-ad-feigdarosi/