Rannsóknarsjóður síldarútvegsins hefur styrkt á árunum 2013-2016 samtals 17 fræðslu- og kynningarverkefni í sjávarútvegi. Þar af er að mestu lokið við 11 verkefni og niðurstöður þeirra aðgengilegar öllum á vefnum.  Jafnframt hefur Rannsóknarsjóður síldarútvegsins styrkt tvö doktorsverkefni.

Rannsóknarsjóður síldarútvegsins er vistaður á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Hægt er að ná í afrakstur verkefna sem Rannsóknarsjóður síldarútvegsins hefur styrkt á vef SFS og í pdf skjali.