Strandbúnaður, ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt sem verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 13. – 14. mars 2017. Nú er hægt að sækja ráðstefnuhefti hér: Strandbunadur 2017. Flutt verða tæplega 50 erindi í átta málstofum. Á Strandbúnaði 2017 verða eftirtaldar málstofur:
- Strandbúnaður á Íslandi: Staða, framtíðarsýn og skipulag
- Framtíð bleikjueldis á Íslandi
- Þörungarækt og nýting þörunga
- Ræktun bláskeljar
- Menntun í strandbúnaði
- Framtíð laxeldis og umhverfismál
- Vaxtarsprotar strandbúnaðar
- Íslenskur strandbúnaður og alþjóðlegt samhengi
Hægt er að skrá sig með að fara á slóðina SKRÁNING