Vottun sjávarafurða


Meginmarkmið með vottun Ábyrgra fiskveiða er að standa vörð um alþjóðlega viðurkennd grundvallaratriði í stjórnun fiskveiða, staðfesta ábyrga stjórnun á veiðum íslenskra skipa innan íslenskrar efnahagslögsögu og úr deilistofnum og stuðla að samfélagslegri vitund og samkomulagi um mikilvægi ábyrgrar fiskveiðistjórnunar.


Tilgangur Iceland Sustainable Fisheries (ISF) er að afla vottana á veiðarfæri og fiskistofna sem nýttir eru við Ísland. ISF leitar vottana gagnvart staðli Marine Stewardship Council (MSC) en það eru sjálfstæðar og faggildar vottunarstofur sem meta og taka út fiskveiðar við Ísland samkvæmt þeim kröfum sem settar eru fram í MSC staðlinum.